léttfimmtug

mánudagur, júní 07, 2004

Léttfimmtug

Ég get ekki verið ein á bumbana blogginu svo "here I come" .. Ég byrjaði í mínu átaki rúmlega fimmtug kona 160 á hæð og 89.3kg - ég var búin að fá nóg - gjörsamlega nóg enda heilsan farin að gefa sig - skiljanlega, komin á minn aldur :-)

Ég nýti mér 12 spora kerfið í minni matarfíkn og vigta og mæli 3 máltíðir á dag - skrifa allt niður og tilkynni til sponsors.. ég er á kolvetnasnauðu fæði.

Þegar ég vigtaði mig 18. maí sl. þá hafði ég lést um 11kg síðan 18. janúar - já, ég fer bara 1x í mánuði á vigtina - næsta vigtun er 18. júní. Öll föt eru orðin of stór og er það gleðiefni en líka að hluta til kostnaðarsamt.. ég reyni þó að ganga í víðum druslum þar til 5kg til viðbótar eru farin...

Ég er aldrei svöng og ég þarf ekki að borða yfir tilfinningar lengur eins og ég gerði : komi eitthvað upp hvort heldur er í persónulega lífinu eða í vinnu þá hleyp ég ekki lengur í brúna kolvetnið, ég missi frekar matarlystina - ég er semsagt laus úr kolvetnafíkninni - tek það samt fram að ég innibyrði ca. 80-100gr af flóknum kolvetnum á dag, en þau er að sjálfsögðu nauðsynleg heilabúskapnum...

Nú var ég rétt í þessu að búa mér til mína eigin pizzu: 50 gr sojahveiti, 30 gr hveitikím - bý til deig úr þessu og blanda við það hvítlauksdufti og basilikum + matarsóda til að fá smá lyftingu - set á deigið þegar ég er búin að forbaka það bolonese sósu (sykur í 5 sæti eða ofar) - og grænmeti - til samans reiknast grænmetið 500 gr, sojahveitið og 25 gr af osti reiknast sem 1 prótein og er þá kvöldmaturinn minn tilbúinn.

3 Comments:

  • Til lukku með bloggið þitt. Það er ekkert smá sem þú hefur tekið þig á, svo dugleg. Þurfum að fara að hitta þig aftur kella, ætlarðu ekki að koma eitthvað í göngur í sumar?

    By Blogger Sigríður Hjördís, at 7. júní 2004 kl. 20:14  

  • Hvernig væri að hringjast á í göngu annað kvöld eftir mat - ég er byrjuð að trimma hér í nágrenninu, ég hef samband á morgun SuperSia

    By Blogger gerrit, at 7. júní 2004 kl. 21:05  

  • Hæ og velkomin í hópinn :o)
    Gaman að heyra hvað þér gengur rosalega vel.

    By Blogger Hildur, at 8. júní 2004 kl. 07:49  

Skrifa ummæli

<< Home