léttfimmtug

þriðjudagur, júní 08, 2004

Bloggdagur 2

Góðan og blessaðan !!!
Allt bara í blússandi gúddí gúddí hér - byrjaði minn dag eins og venjulega á AB mjólkinni og ávextinum. Fór síðan í labbihlaup í hádeginu :-) labba meira en hleypt en þetta er allt í rétta átt, þolið uppá við og löngunin til að hreyfa sig alltaf að verða meiri og meiri.
Borðaði síðan mitt hveitikím (sem ég kaupi í heilsudeildinni í Hagkaupi eða Yggdrasil)ásamt skinku og léttosti + 200 gr hrátt grænmeti + 15 gr fitu viðbit..
Það var svo gaman þegar ég talaði um barnabörnin mín og ein stúlkan í vinnunni sagði: þú ert svo voða ungleg!!! áttu ömmubörn?? ÓÓ.. .yndislegt að vera ungleg og mjúk (ekki feit, nei, nei) amma..´
Eftir vinnu fer ég í línudans og losa mig þannig við nokkrar hitaeiningar og svo eru bara 10 dagar í næstu vigtun

2 Comments:

  • Til hamingju með einkabloggið. Mér finnst alltaf svo frábært að fá nýjar baráttusystur í hópinn. Það er frábær stuðningur af ykkur. Gangi þér rosalega vel, sýnist þú vera að standa þig frábærlega. En ég væri sko alveg til í uppskriftina líka :D

    By Blogger Lilja, at 8. júní 2004 kl. 21:29  

  • Hveitikímið -
    30 gr hveitikím (þetta ljósa frá Yggdrasyl)
    1/4 tsk matarsódi
    15 gr rautt pesto -

    Ég set vatn út í þetta og hræri eins og í þéttan barnagraut - þegar ég er búin að hita teflon pönnu þá úða ég hana með pam spreyi - síðan set ég grautinn útá og flet út þannig að úr verði nokkurskonar pönnukaka - ég steiki hana smá stund og sný síðan við -

    Kæli kökuna og smyr hana með 25 gr létt osti og síðan þar ofaná 50 gr skinku -

    Hér er ég komin með 1 prótein og 200 gr grænmeti (hveitikím telst vera grænmeti í mínum kúr) og 15 gr fita sem er í pestóinu.

    Í pizzudeigið set ég:
    50 gr sojahveiti
    30 gr hveitikím
    1/2 tsk matarsóda

    Set vatn útí og bý til deigkúlu - flet út á bökunarpappír sem ég er búin að spreyja -

    Baka við 200 gr hita í ca. 20 mín - læt kólna

    Set á þetta pizzasósu - ath. sykur verður að vera í 5 sæti - smyr vel - sósan er svona ca. 50 gr (telst til grænmetis) - steiki síðan lauk, paprikku, sveppi ca. 250 gr í 30 gr olíu og set yfir pizzubotninn - síðan strái ég 25 gr af osti yfir - baka síðan í 15-20 mín í ofni við 200gráður

    Þá er ég komin með 500 gr grænmeti (hveitikím, sósa og grænmeti) 1 prótein (50 gr sojahveiti og 25 gr ostur) og 1 kvöldfituskammt -

    Þetta var svosem ágætt og mátti borða - en að sjálfsögðu slær þetta ekki gömlu góðu sukkristilsbólgu pizzunni við -

    By Blogger gerrit, at 8. júní 2004 kl. 22:25  

Skrifa ummæli

<< Home