Dýrðarinnar dagur
Dálítið þreytt í skrokknum eftir Úlfarsfells gönguna í gærkveldi og vildi bara ekki á fætur í morgun - en skyldurnar kölluðu og ég dreif mig framúr - morgunmatur eins og síðustu 143 dagana, hádegismatur skv. mínu fráhaldi og fór í 20 mín. göngu/hlaup í hádeginu áður en ég borðaði - er núna að pústa smá og finn fyrir að líkaminn þarf að aðlagast breyttum lífsstíl og þá sérstaklega þessari daglegu hreyfingu - ég ætla, skal og get verða ofsa fit fimmtug kona.
2 Comments:
Þú ert alveg svakalega dugleg. Ég væri sko alveg til í smá svona fjallgöngu af og til, en það er nú ekkert hér í nágrenninu. Allavegana ekki sem ég veit um.
By
Lilja, at 9. júní 2004 kl. 18:47
Vá þú ert ekkert smá dugleg. Þú ert sko ábyggilega í miklu betra formi en ég og ég er ekki einu sinni orðin 25 :o)
By
Ólöf María, at 9. júní 2004 kl. 19:11
Skrifa ummæli
<< Home