léttfimmtug

fimmtudagur, júní 10, 2004

Dagur 145

Fór í klukkutíma hraðgöngu í gærkveldi inn með Staðarhverfinu og svo meðfram sjónum.. þvílíkt augnakonfekt sem landið okkar er í svona fallegu veðurfari.
Sultarpúkinn lætur ekkert á sér kræla svo ég held að ég sé gangandi sönnum um hvað kolvetnafíknin gerir manni. Tek það fram að ég er ekki á kolvetnalausu fæði heldur eru tekin út öll einföldu kolvetnin sem auka á fíknmyndun - að sjálfsögðu skjóta upp kollinum minningarbrot um hina og þessa nammifæðu og þá iðar maður aðeins í skinninnu - en ég tími ekki að eyðileggja þennan góða árangur sem ég er búin að ná og hvað þá síður að fara aftur í þokuna sem ég var í þegar ofátið var á fullu -

2 Comments:

  • Hæ dúlla!
    Langaði bara að segja hvað mér finnst þú mikil hetja. Þú ert svo miklu jákvæðari bæði á líkaman og lífið en þegar við hittumst síðast og ég er viss um að þetta gerir þér gott. Haltu þessu áfram og ég hlakka til að hitta þig næst.
    Kv. Hildur í Danmörk

    By Blogger Hildur, at 10. júní 2004 kl. 15:45  

  • Langar bara að taka fram að ég er ekki heldur á kolvetnalausu fæði, bara kolvetnasnauðu.

    By Blogger Lilja, at 10. júní 2004 kl. 19:37  

Skrifa ummæli

<< Home