digit 146
Gærdagurinn var fínn - gekk og hljóp í hádeginu og var hress. Fór á fund um kvöldið og torgaði mínum mat að venju.
Vaknaði í morgun með órólegan ristil og bið til æðri máttar að ég fái ekki sýkingu eins og stundum hefur gerst - búið að hóta að taka hluta af ristlinum ef ég fæ síendurteknar sýkingar í hann - þetta setur smá strik í fráhaldið hjá mér þar sem hætta er á að ég þurfi að fara á fljótandi, en ég reyni að vera jákvæð, drekka minna kaffi og meira af vatni.. þetta gengur yfir.
3 Comments:
Ekki gaman að hafa svona ristilvesen. Er þetta Irritable Bowel Syndrome sem þú ert með? Vona að þú sleppir við sýkingu.
By
Lilja, at 11. júní 2004 kl. 15:30
Já, IBS og diverticulosis/litis - bölvað -
By
gerrit, at 11. júní 2004 kl. 16:08
Hæ, leiðinlegt að heyra :o( Vona bara að þér líði betur núna. Farðu vel með þig.
Þú stendur þig eins og hetja.
By
Hildur, at 11. júní 2004 kl. 21:26
Skrifa ummæli
<< Home