léttfimmtug

laugardagur, júní 12, 2004

147 - og hann rignir :-)

Fráhaldið gekk í gær þrátt fyrir órólegan ristil með tilheyrandi verkjum því honum fylgir - bætti bara við Huskið og ætti að geta hreinsað hann út og losnað við sýkingu.. Ég er svo ógurleg svefnpurka um helgar (enda engin börn á heimilinu) og svaf mínu græna fram til kl. 11:00 en þá fékk ég mér mína sojahveitipönnuköku með jarðaberjum og vanilliskyri - þetta er mjög gott - í hádegismat sem verður kl. 15:30 ætla ég að borða brauð úr hveitikími með 25 gr léttosti, 50 gr skinku og 200 gr hrátt grænmeti - í kvöld ætla ég að borða kjúkling og soðið og hrátt grænmeti 500 gr ..
Í gegnum árin er ég búin að vera að berjast við aukna vigt frá því að ég byrjaði í megrun 28 ára gömul og þá aðeins 57kg að þyngd og síðan hefur vigtin verið á uppleið og í góðum rykk eftir að ég hætti að reykja árið 1988 - ég hef reynt ýmislegt til að grennast og þær leiðir alltaf endað í mikilli sprungu og þyngdaraukningu.
Núna er ég að vonast til að hafa dottið niður á leiðina mína (auðvitað langar mig í súkkulaði og annað gúmmulaði) sem byggist á 12 spora kerfi matarfíkla (er alki og búin að vera edrú í 25 ár) þannig að ég geri þetta einn dag í einu..
Ég lít á að ég sé með sjúkdóm - kolvetnafíkn - og að ég þurfi að halda mig fjarri þeim vörum sem koma fíkninni af stað (eins og sykursjúkir verða líka að gera) - ef ég geri þetta ekki þá leiðir þetta af sér alls konar niðurbrot á líkamsstarfseminni t.d. minn órólegi ristill er afleiðing af ofáti og óreglu í mataræði - hár blóðþrýstingur afleiðing af ofþyngd - líka vefjagigtin þó svo áverkar spili þar inní og hjartsláttartruflanir - allt þetta hefur lagast til muna hjá mér síðustu mánuði - já, svo var kolesterolið orðið of hátt líka ...
Nú í dag 147 dögum eftir að ég byrjaði á mínu fráhaldi eru farin mörg kíló og líkami minn er að öðlast eðlilegt form, ég er ekki eins mæðin sbr. alla þá hreyfingu sem ég er farin að stunda, ég stend með sjálfri mér í því sem gerist í daglegu lífi mínu - og mér er farið að þykja það vænt um þennan skrokk sem ég bý í að ég vil að hann haldi heilbrigði sínu svo ég geti ferðast í honum í ca. 30 ár til viðbótar eða kannski 35 ár og þá vil ég alveg skila honum til baka til moldarinnar svo sál mín megi ferðst lengra áfram ...
Svo í dag er fráhaldið það mikilvægasta í lífi mínu og útkoman er betri líðan og gott skap.

2 Comments:

  • Hæ, flott ræða. Fær mann til að hugsa. Gangi þér vel. Ég efast ekki um að líðanin sé betri hjá þér núna. Það geilsar alveg af þér (allavega skrifum þínum)....

    By Blogger Hildur, at 12. júní 2004 kl. 13:56  

  • Þetta er frábært hjá þér. Þú hefur greininlega tekið þetta alvarlega og ert alveg staðráðin í að breyta þessu hjá þér núna.

    By Blogger Lilja, at 13. júní 2004 kl. 14:00  

Skrifa ummæli

<< Home