148 - Esjuganga
Í banastuði þrátt fyrir auman ristil - fráhaldið er enn auðvelt og matardagskrá hefðbundin og ekki vikið frá henni.
Gekk á Esjuna í dag, ekki upp á topp því þolið er ekki alveg orðið 100% en úthaldið "stamina" er svo sannarlega til staðar, maður gafst ekki uppp og fikraði sig áfram og var ég í ca. 1 klst og 45 mínútur upp 70% Esjunnar - súld og þoka skrýddi hana en það er bara líka ákveðinn sjarmi þar -
Ótrúlegt, ótrúlegt - það er eins og sykurleysið og skortur á einföldum kolvetnum hafi hreinlega bjargað lífið mínu - ég finn ekki fyrir víðáttufælni, kvíða eða svefnleysi sem plagaði mig þetta líka fyrir hálfu ári síðan.. ég held svo sannarlega áfram á þessu mataræði og ætla mér að bæta við enn meiri hreyfingu komandi daga og vikur -
2 Comments:
Mikið hrikalega ertu dugleg að labba svona kona :D
By
Lilja, at 13. júní 2004 kl. 17:20
Frábært hjá þér að skella þér á Esjuna. Ég er alltaf á leiðinni þar upp. Hver veit nema maður skelli sér bara þegar maður kemur í heimsókn til Íslands. Allavega verður ekki hangið í höfuðborginni og ef fólk vill hitta mig þá verður það bara að koma á fjöll ;o)
By
Hildur, at 14. júní 2004 kl. 09:12
Skrifa ummæli
<< Home