léttfimmtug

sunnudagur, ágúst 29, 2004

225 - Yndislega Ísland

Ísland tók á móti mér um miðnætti í gær með sínum rökkvuðu draumum... nakin Reykjanesbrautin bauð ekki skjól eins og dönsku skógarnir og víðáttan opnaði innri augu mín fyrir dásemdum þess að fá að vera til.. að sjá mig eins og ég er án þess að skuggamynd laufsins trufli spegilmynd mína í sléttri tjörninni... Ísland er ljóðrænt land öfgafullra andstæðna og í þeim öfgum þróast sprengikraftur lífsvilja míns.

Ég hef breyst svo mikið undanfarna mánuði og þekki sjálfa mig ekki lengur. Ég þurfti að snúa mér í marga hringi í flugvélinni á heimleiðinni og leita að áratugalöngum ferðanaut mínum flughræðslunni. Það var sama hvað ég leitaði og sama hvað flugvélin hristist flughræðslan lét ekki á sér kræla... ég tel að þetta sé eitt af verðlaunum breytts lífstíls. Ég er að sleppa hendinni af ótta, gremju, sekt og reiði og með þeim tilfinningum sleppi ég líka þeim varnarvegg sem "fitan" hefur veitt mér. Ég upplifi að því fyrr sem ég sleppi hendinni af neikvæðum tilfinningum því fyrr léttist ég... þarf semsagt ekki lengur að fela mig fyrir sjálfri mér í ofáti.

Kannski er ég bara enn áttavilt og ekki í tengslum við raunveruleikann... kannski er ég komin á hraðbyr í mergrunarheimi og kannski á ég á hættu að geta ekki stoppað þegar kjörþyngd er náð - var einmitt að horfa á þátt á skjá 1 um átröskun miðaldra kvenna þar sem "konurnar" gátu ekki stoppað og fóru í hina áttina í sjúklega anorexíu!!! Gæti þetta líka orðið minn raunveruleiki??? Vonandi ekki, því svo lengi sem ég get deilt daglegri líðan með öðrum ofætum og fylgt bataveginum þá er bara ein leið til og það er leiðin til heilbrigðis, hvorutveggja líkamlegs og andlegs.

Minn matseðill í dag var:

Sojapönnukaka úr 1 eggi, 25 gr sojahveiti, áfengislausir kökudropar, 1 tsk matarsódi, 1 tsk xylitol.
1 epli soðið í xylitoli og sett yfir pönnukökuna ásamt kanel xylitoli
100 gr vanillu skyr.is

Hveitikíms flatkaka úr 30 gr hveitikími og 20gr rautt pestó, 1 tsk matarsódi
50 gr ostur
180 gr blandað salat
15 gr blue cheese salatsósa

KM
200 gr blómkál (soðið og stappað með 1 tsk xylitol, salti og citrónupipar)
200 gr rófur (soðnar og stappaðar með 1 tsk xylitol og salti
100 gr laukur, paprikka og pastasauce með hvítlauk
100 gr steikt hakk

Setti blómkálið fyrst í eldfast mót og rófurnar þar ofaná.. síðan kjötið og svo sósuna ofaná.. lét þetta svo bakast við 200° í ofni í 10 mín.. Mjög góður réttur, svona eins og Sheperds pie..


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home