léttfimmtug

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

199 - Hungrið gerir vart við sig

Haldið þið ekki að hungurpúkinn hafi gert vart við sig í dag. Það var eins og það væri einhvert heilabú í maganum á mér sem kallaði til mín og sagði, æiæi, ég er svo tómur hérna niðri, mig vantar eitthvað til að fylla upp í þennan tómleika. Ég lagði svo sem til við hlustir en velti þessari tilfinningu fyrir mér... komst síðan að þeirri niðurstöðu að þetta væru krónískir verkir sem ég hreinlega þyrfti að lifa við en ekki endilega að gefa eftir: maður lifir við þetta eins og síendurtekin höfuð- eða vöðvaverk (sem ég þekki svosem nógu vel til).
Einnig dettur mér í hug að brennslan hjá mér sé orðin meiri þar sem ég á orðið svo auðveldara með að hreyfa mig eftir að ég missti öll þessi kíló... get varla beðið með að fara á vigtina þann 18.ágúst sem að verður að vísu 28.ágúst þar sem ég verð stödd erlendis á vigtunardegi mínum.
Ég er búin að borða góðan mat í dag og minn skammt af pepsí max, svo í kvöld verður aðeins drukkið jasmin te og vatn.
Fór í tæplega klukkutíma göngu eftir vinnu og líður dásamlega vel með það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home