léttfimmtug

sunnudagur, ágúst 08, 2004

201-204 - Litlir rigningadropar

Lífið er gott og ég er sátt við sjálfa mig eins og ég er í dag. Meðan ég næ að halda fráhaldið og borða minn mat án þess að meiða mig þá er ég ánægð.
Ég tek mörg lítil skref í átt að breyttu lífi sem leiðir af sér betri heilsu og jákvæðara viðhorfi til alls í kringum mig.
Ég er að reyna að gera matseðilinn minn fjölbreyttari með þeim matartegundum sem ég borða.
T.d. sojapönnukakan mín um helgar er aðeins að breyta um lit, komst að því að það er gott að skella nokkrum bláberjum út í deigið og baka með.. gefur fallegan lit og gott bragð.
Síðan er ég líka farin að nota sólþurrkaða tómata, þistilhjörtu, marineraða græna tómata út í salatið mitt og nammi namm... maturinn er góður og ekki leiðigjarn.
Á næsta laugardag þá fer í mitt fyrsta fráhaldsfrí til útlanda og þá reynir á býst ég við. Ég ætla samt ekki að hafa áhyggjur af því og geri fastlega ráð fyrir því að koma kílóinu léttari til baka en þegar ég fór.
Ég vigta mig líka á laugardaginn þó svo að það sé fjórum dögum fyrr en ég á að gera.. bíð spennt eftir hvað vigtin segir.
Öll föt er enn að stækka og er nánast ekkert í skápnum sem ég get notað lengur en mér finnst samt að ég geti ekki verið að kaupa of mikið þar sem enn eru ca. 10kg í kjörþyngdina sem ég vill vera í.
Svo mér líður vel, hef borðað rétt og hreyft mig nánast á hverjum degi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home