léttfimmtug

laugardagur, júlí 31, 2004

196 - róleg helgi

Dömur - það er verslunarmannahelgi og aldrei betra að vera í henni Reykjavík en einmitt nú. Allt hefur þennan rólega blæ yfir sér, ekkert öngþveiti á strætum borgarinnar og kyrrð hvílir yfir nánast öllu.
Fór í sund eftir að hafa tekið heimilið í gegn og naut þess að synda fram og til baka í ca. hálftíma eða meir, gleymdi mér hreinlega og taldi ekki ferðirnar. Það skein bæði sól og ringdi, en það er hið besta mál enda á Íslandi.
Borðaði frábæran hádegismat, kjúkling, ost, grænmeti í sósu, gulrætur og blandað hrátt grænmeti.. ekkert slor.
Það segir mér hugur að þó nokkuð af grömmum sé farið síðan í síðustu vigtun þ. 18. ágúst og er ég alltaf best ángæð með að vera búin að ná tökum á breyttum lífsstíl.
Í kvöld ætla ég að borða grillkjöt, steikt hvítkál í sósu og gjláðar gulrætur og gulrófu ásamt blönduðu hráu grænmeti.. svo drekk ég gleði minni í Tab flösku.
Það fer óðum að styttast í mitt seinna sumarfrí og ætla ég að skreppa til Danmerkur í tvær vikur þann 14. ágúst, vonandi verð ég heppin með bæði sumarhús og veður. Þetta verður þá líka fyrsta utanlandsferð mín með vigtina, en ég á ekki von á öðru en að það gangi bara vel - ég hef engan áhuga á því að bæta á mig því sem ég er búin að missa, nógu lengi tekur að losa sig við þessi aukakíló.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home