léttfimmtug

mánudagur, ágúst 30, 2004

226 - er ikke firs kilo :-)

Já dömur mínar - ég er byrjuð í kvöldskóla og er að læra dönsku 102 til stúdents!!! MuhahahaHa, fyndinn þessi... gamla gellan sem man ekki baun af því litla sem hún lærði fyrir 35 árum síðan - argggg, ég er gömul og grá en lituð og frá.

En ég er nú full af sjálfstrausti og fyrst ég náði enskunni mjög vel og reiprennandi hollensku þá munar mig ekki að bæta einni lítilli skrollandi dönsku í safnið. Í vikunni ætla ég að lesa prinsessan á bauninni eftir H.C. Andersen á dönsku og einhverjar málfræðireglur... ég gleymi bara svengdinni á meðan eða skyldu hún "svengdin" ýfast upp við það að liggja yfir bókum og reglum?... svo er það enska 303 á morgun, síðan sagnfræði 103 á miðvikudag (Sía hjálpar kannski) og íslenska 102 á fimmtudag.. semsagt fjögur kvöld í viku í skóla ásamt krefjandi starfi.

Trúi samt að heilinn á mér fari bara að virka betur og hraðar eftir því sem ég treð meiri upplýsingum í hann og losni þannig við snemmbær öldrunareinkenni..

Þetta kemur smá niður á þeirri reglu sem ég er búin að koma mér upp varðandi mataræðið þar sem ég verð að plana og elda á hraða og hafa mig alla við að gleyma ekki því sem er númer eitt í mínu lífi - fráhaldið - því án þess væri ég ekki að þessu námsbrölti.

Fyrsti dagurinn í vinnu gekk alveg þolanlega en ég þurfti smátíma til að koma mér aftur inní jobbið... langaði í hitt og þetta í munn og mallakút og fékk mér bæði Tab og Pepsi Max í dag plús einn pakka Xtra ... hálfum lítra of mikið af diet drykk og tyggjóið lætur mig reka of mikið við.. en ég hugsa sem svo að viðrekstur sé nú skárri en grömm á mjöðm.

Fór í nudd í dag og fann hvernig mjaðmabeinin boruðust ofan í nuddbekkinn þegar ég var hrist til og ég fann líka hvernig beinagrindin skrölti inn í of stórri húðinni á mér .... óóó, ég er lítil mús í stórri húð og beinin glamra í takt við marókkókanska rythma... en ég lít vel út í fötum og er skvísa í cowboybukser (gallabuxur á dönsku).

Læt þetta bull mitt duga í kvöld - ég hef borðað rétt og ekkert svindlað. Dugleg stelpa


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home