léttfimmtug

mánudagur, júní 14, 2004

149 - Harðsperrur

Svo ég taki mér í munn orðatiltæki unga fólksins í dag þá er ég með "harðsperrur dauðans" í mjöðmum og lærum frá Esjugöngunni í gær - svo er ég líka þreytt þannig að ég hef þetta létta göngu í hádeginu í dag - engin hlaup.

Nú eru bara 4 dagar í næstu vigtun en ég er ekkert voða spennt yfir því - þetta er orðið svo daglegt brauð að vera í þessu átaki og þar sem ég lít á þetta sem langtímaverkefni þá er ég ekki að rembast við stórar tölur lengur - hægt fer hægt kemur á.

Mér líður vel og ristillinn er kominn í lag aftur - yippie

3 Comments:

  • OH, finnst þér ekki gott að vera með harðsperrur. Ég hugsa alltaf að þetta sé gott því þá veit maður að maður tók virkilega á. Ég var einmitt með harðsperrur um helgina og var endalaust að tönglast á því og þar af leiðandi að minna mig á hvað það var gott að taka virkilega á.

    By Blogger Hildur, at 14. júní 2004 kl. 11:52  

  • Frábært að vera með harðsperrur - gott vont - fór í 20 mín hraðgöngu í hádeginu -
    Hvernig á ég að setja link inná bloggið hjá mér og commentið án þess að þurfa að nota innskráningu?

    By Blogger gerrit, at 14. júní 2004 kl. 13:13  

  • Mér finnst einmitt svo gott að geta hugsað um þetta sem langtímaverkefni, þá er ég miklu þolinmóðari og er alveg innstillt á að þetta tekur tíma.

    By Blogger Lilja, at 14. júní 2004 kl. 17:14  

Skrifa ummæli

<< Home