léttfimmtug

fimmtudagur, september 02, 2004

229 - Minna þreytt í dag

Alveg ágætis dagur í dag og laus við mesta kuldann og þreytuna þar sem Rósa frænka ákvað að heimsækja mig í dag með miklum flóðgáttum. Ég er orðin kona óregluleg og tíðarhringurinn farinn að breytast og ég bara nokkuð sátt við það. Hugsa sem svo; ef þetta eru tíðarhvörfin þá þarf ég engu að kvíða. Breytingarnar bresta á hæglega og maður verður miklu rólegri svona eins og þegar maður var barn áður en unglingaveikin greip mann.

Ég er svo þakklát fyrir matarplanið mitt og þakklát fyrir þann mat sem ég borða. Hann veitir mér djúpa ánægju og nærir mig án þess að setja mig í fíkn eða loka mig af í einangruðum heimi.
Á laugardaginn er farið í óvissuferð á vegum fyrirtækisins sem ég vinn hjá og var mér einni sagt hvar væri borðað svo ég gæti pantað vigtaða og mælda máltíð - þið sjáið að vinnufélagarnir taka þátt í þessu með mér og eru sumar farnar að falast eftir leyndarmáli mínu - matarplaninu :-)
Ég hringdi í veitingastaðinn sem staðsettur er á Stokkseyri og pantaði mér eftirfarandi vigtað og mælt með velvilja vertsins.

100 gr pillaður humar steiktur í hvítlaukssmjöri
200 gr blandað salat
30 gr salatsósu án sykurs
300 gr svissað grænmeti í smjöri og kryddum
tvöfaldan expresso með sætuefnum

Ekki amalegt að vera á sérfæði sem fitar ekki.

Ég borðaði hveitikímsköku í kvöld með 60gr taco sósu, 30gr majones, 140gr lauk, tómat og icebergsalati og 100gr hamborgara með slettu af sinnepi ofaná - pakksödd og ánægð með hveitikímshamborgarann minn .. vantaði bara Tabið en það var búið í gær, nýjar birgðir keyptar á morgun.

Í fyrramálið fer ég í blóðprufu til að tékka á hvort þau gildi sem ekki voru í lagi áður en ég byrjaði á þessu matarplani séu ekki komin í lag, svo tékka á öllum hormónum til að sjá hvar ég er stödd á breytingarskeiðinu... og til að kanna öll helstu blóðgildi... ég geri þetta eins og með að fara með bílinn í árlega skoðun, það er betra að láta tjékka sig á hálfs árs fresti og geta brugðist rétt við ef eitthvað er að og lagað það t.d. eins og með það að hafa grennt sig um 20kg (leyndó hér).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home