léttfimmtug

mánudagur, september 06, 2004

230-233 - ekkert líf án þyrna

Hver lofaði manni lífi á vandamála? ég bara spyr? enginn!!! hef ég komist að raun um.
Stundum er maður duglegur að ýta á undan sér óþægilegum hlutum í þeirri von að þau bara hreinlega hverfi, kannast einhver við þetta varðandi að fara í megrun á morgun eða í næstu viku, eða þegar aðstæður eru orðnar aðeins betri? Minn raunveruleiki allavega, þeir kalla þetta svo fallega á ensku "to procrastinate" að ýta á undan sér vandamálum eða öðrum óþægilegum hlutum...
Núna að vísu er ég í voða góðum matarmálum, geri ekkert annað en að léttast og mitt þyngdartap komið á þriðja tug. Ég er búin að endurnýja fataskápinn og orðin svaka skvísa - sumir eru farnir að segja við mig að nú hljóti að vera nóg komið, farin að verða of grönn í andliti eða e-h aðrar athugasemdir. Ég þarf ekkert að kvarta þar, er sátt og á bara 6 kíló eftir og þá fer ég í viðhalds matarplan. Semsagt fyrir jól þá er ég væntanlega komin í neðri kjörþyngdartölu fyrir minn aldur.
Ég er í smá klemmu varðandi fyrirtækið sem ég átti og seldi - svona gamlir draugar sem skjóta upp kollinum og herja á mann og vilja tæta svona aðeins of mikið í budduna og ég fæ magaverk með öllu tilheyrandi.
Öllu tilheyrandi!!! Já, þegar vandamálin hrannast á mig þá langar mig að sukka, hverfa ofaní kolvetni og gleyma öllu óþægilegu... en ég vinn ekkert með það, tapa frekar tvöfaldri baráttu og enda í enn verri málum ef ég gef nú eftir.
Svo í dag ætla ég að vera í fráhaldi og vigta og mæla matinn minn. Skrifa niður matseðil morgundagsins og tilkynna til sponsors.
Enn eru þessar þrjár máltíðir nægjanlegar fyrir mig og ég er ekkert voða svöng á milli mála - en stundum langar mig í eitthvað sem fær mig til að liða illa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home