léttfimmtug

fimmtudagur, september 09, 2004

234-236 - aumingjans námsmaðurinnn

Ég er uppgefin bæði líkamlega og andlega. Hefði aldrei dottið í hug að nám gæti verið svona krefjandi þegar maður er í 100% vinnu. Hef varla stoppað undanfarnar daga síðan ég kom úr fríi og veit varla hvað sjónvarp eða slökun er.
Langaði í gær þegar ég var að læra í súkkulaði, að hafa eitthvað til að narta í meðan ég lá og las skólabækur og reyndi að skilja hvað var verið að spyrja um.
En fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu!!! Án þess væri ég ekki að þessu brölti sem ég held að komi mér til góða og hjálpi mér til að finna illa launaða en skemmtilega vinnu eftir ca. fimm ár eða segjum sjö ár - peningar og vinnugleði fara ekki alltaf saman.
Ég er heima í dag smálasin og þreytt og hef ekkert til að hugga mig við nema vatnsflöskuna og tyggjóið - reyni ekki að líta í efstu hilluna þar sem betri helmingurinn geymir allt nammið sitt. Segi ekki að það hafi ekki flögrað að mér að næla mér í eitthvað og segja aldrei frá því.
Í dag ætla ég ekki að borða nema það sem ég ákvað í gærkveldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home