léttfimmtug

föstudagur, september 10, 2004

237 - matargatið

Já, og dagurinn teygði úr sér og ég komst upp úr þreytunni þegar líða tók á dag. Mikið óskaplega hefði verið gott að gefa eftir þreytutilfinningunni, koma sér heim úr vinnunni á miðjum degi og halla sér aftur í Lazy-boy með gott video, sykraðan drykk þeirri hægri og chocolade hið tælandi í þeirri vinstri.. En maður er kona öguð eins og spartanskur hermaður klædd skikkju einni fata (sjáið þið myndlíkinguna, hver vill sjá mig slitna og teygða með stóru brjóstin nið´r á maga í skikkju einni fata)... hummm, maður má alveg láta sig dreyma um dásamlega nekt og það að æsa upp alla fola landsins, nei, nei ég er ekki dýraníðingur, bara fimmtug kona í átaki sem er orðin gráðug í eitthvað sem hún man ekki einu sinni hvernig smakkaðist.
Svona nú, til að gera stutta sögu lengri eða ólæsilegri þá vil ég segja ykkur að dagurinn var hreint út sagt ágætur þegar kvöldmaturinn var yfirstaðinn. Ég hafði þá kýlt vömbina ærlega á "no time" - mettíma eins og það heitir nú á íslensku og sit nú hér ropandi með viðrekstrarfýlu af kollinum sem ég sit á við tölvuna... ok, má ég nú ekki vera smá grafísk í orðavali mínu, er stundum smáþreytt að því að mega ekki lengur vera siðlaus og illa orðaður þorpari eins og ég var hér í den..
Ég tók mér góðan tíma að elda mat úr bæði dýru hráefni úr Hagkaupum og ódýru úr Bónusi (eiga að vera tvo ss hér???)
250 gr soðnar rófur (meyrar)
150 gr laukur, paprikka og sveppir
steikt og síðan soðið í
2 msk pepperonata og 1 msk aubergine pesto frá Sacla
1 grænmetisteningur, sítrónupipar
þetta mauk sett yfir rófurnar
150 gr rifið hvítkál með 2 tsk xylitoli og smá sítrónusafa (dásamlegt cole slaw)
100 gr steikt svínahakk í tómapuré, parmesanosti, rauðu pestói, grænmetisteningi (átti ekki kjöt) og hvítlaukspipar og smá salt.
Dömur, þið trúið ekki hvað þetta er góður matur og mikið útilátinn.
Samt, þá er ég svöng, svöng, svöng .... mig langar í eitthvað, bara eitthvað til að fylla upp í þreytuna og tómarúmið...
En með því að iðka fráhald og fresta fyrsta hömlulausa bitanum þá grennist ég og eignast betri heilsu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home