Dagur 2 - kominn í gírinn aftur
Mín er komin í gírinn aftur - búin að taka út öll einföld kolvetni, vigtin aftur komin á sinn stað og borðaðar þrjár máltíðir á dag.
Mér líður eins og að ég sé að sleppa úr helvíti, átið var orðið þvílíkt. Ég er ekki að ráða við sælgæti, hvítt hveiti, sykur eða lauslátt át - verð að hafa fastar skorður í því sem ég borða.
Enn og aftur er ég farin að elda þannig að mér þykir gott að borða og er líkaminn minn að byrja að jafna sig á á öllum þessum ofauknu kaloríum og "sykurviðbjóði" sem hann hefur fengið í sig sl. þrjá mánuði.
Það eru að vísu ekki nema ca. 6kg sem ég þarf að losna við en ég hef enn ekki farið á vigtina og mun ekki fara á vigtina í bráð, en miðað við þau föt sem ég passa í núna og hvenær ég passaði í þau síðast þá er ég nálægt 70kg - sem er dömur mínar og herrar 8kg meira en fyrir þremur mánuðum síðan, 3kg á mánuði x12 eru 36kg á einu ári haldi ég áfram að nauðga innyflum mínum.
Er búin að plana morgundaginn matarlega séð.
1 Comments:
Ég lét tengil af þinni síðu inná mína vona að það sé í lagi þín vegna. Og gangi þér vel með átakið:)
By
Nafnlaus, at 26. september 2005 kl. 22:56
Skrifa ummæli
<< Home