léttfimmtug

laugardagur, júní 04, 2005

487-503 / Enn á lífi og í fráhaldi

Ég er í viðhaldi þ.e. búin að bæta á mig ávexti á kvöldin og var bara æði södd lengi frameftir.

Búið að vera þó nokkuð erfitt hjá mér heilsufarslega en það hefur ekki haft áhrif á að ég haldi mínu striki varðandi nýjan og breyttan lífsstíl í mataræði. Borða ekkert á milli mála og bara þann mat sem ég hef ákveðið deginum áður að borða.

Einn í vinnunni sagði fyrir stuttu síðan í grillpartýi hjá okkur að ég væri "geðveik" að vera að draga upp vigtina og mæla matinn minn - hann meinti þetta fallega því ég held að fólk beri dálitla virðingu fyrir því hvað ég er í raun staðföst að fara ekki út af þeirri braut sem ég lenti á fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan.

Nú er ég búin að komast að því að erfiðleikar fella mig ekki og nú þarf ég bara að vera vel á varðbergi þegar mér líður vel og allt í rosa góðu standi, þá er kannski auðvelt að næla sér í fyrsta hömlulausa bitann.

1 Comments:

  • Flott að vera komin í viðhald, það er nú samt líka alveg hellings vinna. Maður getur bara ekkert sleppt sér og étið hvað sem er, eins og sumir vilja halda.

    By Blogger Lilja, at 17. júní 2005 kl. 12:56  

Skrifa ummæli

<< Home