léttfimmtug

sunnudagur, september 04, 2005

Já! lífið er val

Það er eitt sem víst er fyrir mig: lífið er ekki megrun eða átak, til þess að mér geti liðið vel þarf ég breytta hugsun og breyttan lífsstíl einn dag í einu.

Ég á eitthvað svo erfitt með að komast aftur á gott ról eftir að hafa hætt í fráhaldi fyrir 8 vikum síðan, ég er alltaf að fara að byrja á morgun, á morgun, á morgun.

Samt, ég er í fínum málum, ekki feit og ekki grönn, heldur bara eins og kona á að vera á mínum aldri - smá mjúk, það sést á maganum að ég hef borið börn, aðeins fylling í vöngum og á höku sem leyna vaxandi hrukkum.

Ég er sátt af því það er valið mitt í dag.

Ég reyni að fara þannig að líkama mínum að ofgera honum ekki, hvorki með ofáti eða svelti - ég næri hann eins og hann á skilið og ég viðra hann eins og hann þarf til að halda til þess að fleyta mér "sálinn" áfram í þessu lífi.

4kg til eða frá svokallaðri kjörþyngd, er ekki það sem skiptir höfuðmáli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home