léttfimmtug

laugardagur, júní 18, 2005

504-517 / Vigtunardagur

1.4kg upp eftir að vera komin í kjörþyng. 61.8kg segir vigtin. Gamla brýnið er á blæðingum og það kannski skýrir ástæðuna því ég hef vigtað og mælt skv. mínu plani en verið frjálsleg með fituna sem ég steiki upp úr bæði ávextina mína, grænmeti og kjöt. Held ekki að þessi aukaávöxtur sem ég bætti á mig skýri þyngdaraukninguna.

Ég er ekki í þráhyggju yfir þessu 1.4kg þar sem ég lít mjög vel út, er sátt og líður vel með það sem ég borða - svo held ég að það sé alveg eðlilegt að rokka svona á milli talna. Þar sem sveiflan er innan kúrfunnar minnar þá bara slæ ég á lærið og þakka mínum sæla fyrir að vera ekki í ofáti.

Veðrið þessa dagana er yndislegt og ég er flott og fín kona í góðri sjálfsvinnu, sem er að vísu smá sárt þegar maður er að vaxa að þroska og viti - sárt stundum að kíkja inn í sjálfan sig og finna sig vanmáttugan en jafnframt líka sterkan.

Hér áður fyrr hefði ég étið mig í gegnum þetta ferli en það myndi ekki laga neitt. Var næstum fallin um síðustu helgi og var ákveðin að fara og kaupa mér þrjú súkkulaðistykki en komst framhjá sjoppunum og heim - NOTABENE - ég var að hugsa um að fela átið fyrir öllum, ég var komin í lygina aftur og blekkinguna og þar liggur mín átsýki : Blekkingin.

2 Comments:

  • Ég er sammála þessu með ávöxtinn það er hæpið að hann eigi sökina :) en frábært hvað þú ert staðföst og gerir þetta alveg á þínum forsendum, ekkert smá árangur sem þú ert búin að ná, húrra fyrir þér skvís :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 21. júní 2005 kl. 17:20  

  • ´já issss blæðingarnar þyngja nú aldeilis í manni pundið ... er ekki líka bara eðlilegt að sveiflast upp og niður um 2 til 3 kíló ... ekkert smá dugleg að fylgjast svona vel með vigtinni .. það hlýtur að vera aðalkúnstin eftir að kjörþyngd er náð . Til hamingju með þennan frábæra árangur :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 27. júní 2005 kl. 19:02  

Skrifa ummæli

<< Home