léttfimmtug

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Held áfram einn dag í einu

Aldrei hefði mér dottið í hug eftir fjögurra ára ótta við að fara í Títan implantið að þetta myndi ganga svona vel. Ég er í fullkomnu fráhaldi skv. Dignity of Choice (OA) vigta og mæli, borða þrjár máltíðir og tvo millibita, held mig frá sykri, hvítu hveiti og einföldum kolvetnum, sem vekja hjá mér fíkn.

Ég skoða sjálfa mig á hverjum morgni og viðurkenni hömluleysi mitt gagnvart mat og á þeim stað sé ég stjórnlaus. Ég viðurkenni viljastyrk minn og skynja að viljaleysi hefur ekkert með átfíkn mína að gera, því ég er frekar viljsterk og ákveðin kona.

Ég fer á fundi þar sem ég deili reynslu minni, styrk og vonum og þannig næ ég betra sambandi við sjálfa mig.

Ég lít ótrúlega vel út þrátt fyrir þessar sex skrúfur í kjálka og nánast engar bólgur né mar til staðar. Sterarnir eru að fara úr skrokknum (vona að ég daprist ekki við það) en er enn með niðurgang af penisilíninu (draumur átsukkarans, borða og skíta med den samme - ég veit, ég er ógeðsleg)...

Vinn ca. 75% í dag og á morgun þar til ég er búin að jafna mig.

Ótrúlega gott að vera komin aftur í gírinn og vilja halda áfram að hugsa vel um sjálfa mig.

Hef ekki farið á vigtina og ætla þeirri elsku að leyfa sér að vera í hvíld, finn á fötum og fingrum að ég er að renna aftur. Þarf ekki að kaupa mér stærri föt og held að þyngdaraukningin sé komin í stopp aftur.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home