léttfimmtug

mánudagur, maí 02, 2005

456-470 / Það lifir enn í gömlum glæðum

Ég er enn á lífi og held mig við minn lífstíl eins og hann hefur verið síðustu 15 mánuði, engin breyting þar á.

Mér er að líða vel í mínum létta líkama þrátt fyrir að einhver pestarangi sé að stríða mér og ég að lesa undir próf. Segi ekki að svengdarpúkinn láti mig ekki í friði (hann er á fullu núna), en það er hann vanur að gera þegar ég er eitthvað aum. Ég hef þó lært að borða ekki yfir þessar tilfinningar, hvort heldur sé um álag eða veikindi. Vigta og mæli mínar þrjár máltíðir og ekkert á milli mála.

Í ofanverðu felst frelsi fyrir mig en öllu frelsi fylgir að sjálfsögðu alvara og vinna. Ég þarf að hafa fyrir því að detta ekki ofan í sætindi og ofát eins og í gamla daga. Ég þarf líka að hafa fyrir því að vera ekki um of í eigin vilja.

Ég borða góðan mat og hlakka til næstu máltíðar.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home