454-456 / Upp upp
Þá fór vigtin upp þennan mánuðinn: 400gr. Ég er sátt þar sem ég bætti við mig mat og hef verið frjálsleg með fituna.
Ég er ekki í megrun þannig að ég lít hvorki á plús eða mínus í vigt, sem mælikvarða á andlega líðan mína. Ég er komin í það gott form að ég er mjög sátt eins og ég er í dag og ég vafalaust rokka nú eins og manneskja í eðlilegri líkamsþyngd.
Það eru strembnar þrjár vikur framundan, próflestur og fleira - ég þarf samt ekki að hafa áhyggjur þar sem ég kem vel undan vetrareinkunum og er tæknilega séð komin í góð mál, það er bara spurningin um hvort ég sættist á 6, 7, 8 eða 9 í lokaeinkun :-)
En ég borða ekki mat sem hentar mér ekki þó svo að ég hafi varla tíma til að anda.
2 Comments:
Glæsilegt að standast allar freistingar í annríkinu :)
By
Nafnlaus, at 19. apríl 2005 kl. 12:49
Gangi þér vel í prófunum ;)
By
Nafnlaus, at 20. apríl 2005 kl. 10:07
Skrifa ummæli
<< Home