léttfimmtug

þriðjudagur, október 04, 2005

Dagur 11 - Gengur vel

Mér er að ganga vel. Hætt að stíga á vigtina þar sem hún er mislynd í skapi og ég nenni ekki að vera stressa mig á 300 upp 500 niður, hef þetta fráhald mitt sem langtíma markmið og áhersla á breyttan "matarlífstíl".

Ég var klukkuð og hér eru nokkrar staðreyndir um mig.

1. Ég hef aldrei verið ljóshærð með blá augu, hávaxin 90-60-90, enda ekki að sækjast eftir því meir. Sátt eins og ég er í dag, lágvaxin, rauðhærð með gránandi vanga og glettin brún augu.
2. Hef aldrei hlaupið Maraþon, en það er draumur sem vonandi einn góðan sumardag rætist með betra þoli og líkama í kjörþyngd.
3. Ekki enn komist til Hollywood og orðið að heimsfrægri leikkonu, en barnabarninu mínu því eldra finnst ég skemmtilegur furðufugl þegar ég les fyrir hana með leikrænum tilþrifum.
4. Ekki komist til tunglsins en hef þotist um himingeima í algleymi þegar sálartetrið hefur verið í jafnvægi, sátt við Guð og menn.
5. Aldrei farið á sjóskíði og mun héðan í frá ekki gera það.

Ég klukka Wannabeslimmy og Lilju

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home