Dagur 9 - Jájá
Það hefur gengið vel fram að þessu og ég hef haldið mig við fráhaldið nema að einu leiti í gær. Fór á Kabarett í gærkveldi (stórkostleg sýning) og svo á skrallið með dóttur minni. Þar sem lítið hafði farið fyrir kvöldmat þá leyfði ég undantekningu og fékk mér Höfðabát hjá Hlölla - og viti mann - maginn tók kipp og bossinn prumpaði þvílíkt af öllum því sem báturinn innihélt.
Mér þykir verst eftir mitt fall að ég á orðið takmarkað af fötum sem ég passa í, þar sem ég var búin að fara með stóru fötin í Rauða Kross gáminn. Svo er ég dálítið fúl yfir því að bumban er komin til baka, en þar er mín mesta fita - bumba og brjóst.
Einn dagur í einu - eitt skref í einu - ein máltíð í einu.
1 Comments:
*KLUKK* en ekki *klikk*
Þú hefur verið klukkuð og nú ber þér að setja á blogg 5 vitagagnslausar staðhæfingar um sjálfa þig.
Enjoy!
Kyngimögnuð
By
Nafnlaus, at 2. október 2005 kl. 13:58
Skrifa ummæli
<< Home