léttfimmtug

þriðjudagur, október 18, 2005

DDV 7

Á morgun er vika liðin frá því ég fór að vigta skv. DDV - tvær undantekningar á þessum tíma, annars allt eins og plan segir til um. Ég er drulluhrædd um að ég sé að fitna - í morgun fór ég "vigtarpúkinn" á vigtina og ég hef þyngst um 700gr frá því á laugardag!!! OK, þetta er svo mikill matur hugsa ég að það er auðvitað bara ein leið og hún er að fitna.

Ég ætla samt að gefa þessu sjens áfram og fara eftir planinu eins og ég skil það og skrifa hér niður. Ef einhver "spottar" að ég sé að gera vitleysu, bið ég hinn sama um að leiðrétta mig mildilega...

Morgun: 30 gr brauð 15 gr sulta 1/2 banani 30 gr cheerios 150 gr fjörmjólk
Hádegi: 80 gr sardínur 320 gr grænmeti 30 gr brauð - 1 appelsína sem millibiti
Kvöld: 120 gr lifur 100 gr kartöflur 400 gr grænmeti 15 gr fita - 250 gr létt AB 1 epli

Og ég vona að uppþemban og þessi tilfinning að vera að blása út fari minnkandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home