léttfimmtug

föstudagur, október 14, 2005

Kjúklingur í karrý m. eplum, ananas og hrísgrjónum

Unaðslegur karrý kjúklingur:

150 gr soðinn kjúklingur í bitum
75 gr soðin púrrulaukur í sneiðum
100 gr soðnar gulrætur í sneiðum

Karrýsósa:
200 ml fjörmjólk
50 gr laukur í litlum bitum
1 epli í litlum bitum
1/2 dl kjúklingakraftur
ca. 4-5 tsk hveiti
salt og pipar
Karryduft, engifer, cumin, coriander (krydd eftir smekk)

125 gr ananas + 2 matskeiðar eigin safi

Svissið laukinn og eplið í kjúklingakraftinum, bætið við undanrennunni og látið sjóða. Þykkið sósuna með hveiti og kryddið með kryddum að vild og smekk.

Setjið soðinn kjúklinginn og grænmetið saman við karrýsósuna og látið sjóða aftur.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og setjið ananasinn ofan á ásamt safanum.

Bon Apetie

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home