léttfimmtug

föstudagur, október 14, 2005

DDV 3

Ég er að springa ég er svo södd. Í kvöld steikti ég úrbeinaða kjúklingaleggi í 1/2 tsk af olíu, setti síðan saman við lauk og paprikku og svo eina dós af niðursoðnum tómötum sykurlausu, kjúklingakraft og oregano ásamt smá af sojasósu, úr þessu varð æðisleg tómatsósa sem ég setti út á 75gr spagetti, til hliðar hafði ég salat úr spinati, tómötum, purrulauk og paprikku - salatsósa úr 15 gr majó, sinnep, krydd og smá sætudropar. Síðan soðið blómkál og rófur. Í eftirrétt steikt epli með rommbúðingi úr 400gr létt ab með Oedker búðingsdufti og sætuefni - úrkoman "magapína"

ER FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI Á AÐ LÉTTAST Á ÞESSUM MAT???

Á morgun:
30 gr cheerios, 200 gr fjörmjólk, 30 gr brauð, 15 gr sulta 1/2 banani
Hádegi
1/2 flatkaka, 50 gr ostur, 300 gr grænmeti - 1 appelsína sem millibiti
Kvöld
120 gr lifur, 450 gr grænmeti, 15 gr majónes, 150 gr jarðaber og 200 gr létt ab.

3 Comments:

  • Ójá maður léttist... og mér finnst ég léttast meira ef ég borða hámarkið af próteininu þ.e. 120 g í hádeginu og 170 g í kvöldmat... en það gæti nú reyndar verið ímyndun hehehe

    By Blogger lalala, at 14. október 2005 kl. 22:17  

  • Hihi, þú ert á þessu stigi, göngum allar í gegn um það, hvernig í ósköpunum á maður getur maður léttst þegar maður borðar svona mikið, hihi, já þú léttist ekki spurning og þú hefur lifandi dæmi fyrir framan þig ;)

    By Blogger Sigríður Hjördís, at 15. október 2005 kl. 11:02  

  • Ég er sammála. Ég á líka erfitt með að trúa því að maður geti lésst á þessu fæði þar sem maður er alltaf að borða og borða mikið.
    En kannski hefur maður bara hingað til ekki borðað nóg. Einn vinur minn sagði áðan að ég væri með þessu að halda systeminu í gangi allan sólarhringinn. En ekki bara eftir kl. 17 eins og hér áður. En þetta er yndislegt og gott. Bíð spennt að heyra tölur hjá þér. Og mér finnst geggjað að við skulum vera samferða :o)

    By Blogger Hildur, at 15. október 2005 kl. 18:10  

Skrifa ummæli

<< Home