léttfimmtug

laugardagur, október 15, 2005

Lifur í kvöldmat DDV4

Lifur er nú eitthvað sem ég les og heyri að mörgum klíji við. Í kveld át ég lifur og með góðri lyst. Svissaði lauk og paprikku í 1 tsk af olíu og sítrónusafa og steikti síðan lifrina með slettu af sojasósu, múskati, pipar og salti. Tók lifrina af pönnunni og setti til hliða (laukur og paprikka urðu eftir. Maukaði Annie tómata og hellti á pönnuna ásamt örlitlu meira af sojasósunni, smásósulit og einum nautakrafti og leyfði þessu að malla í 20mín, henti síðan lifrinni aftur í og lét malla í 10mín.. þykkti síðan sósuna með smá maizena (vonandi er það leyfilegt) - unaðslegur lifraréttur með 100 gr kartöflum, 125gr gulrætum, 200 gr salta úr spinati, púrru og tómat ásamt salatsósu úr þessu leyfilega majó. Bjó mér síðan eftirrétt:
Oedker duft (ca. 2msk) soðið í vatni
160gr vanillu létt jógúrti hent útí og soðið
Smá vatni bætt við og aðeins látið malla
smá vanilla sett útí ásamt hermesetas sætuefni
Sett yfir 150gr jarðaber
1 msk kakó soðið í vatni
smá sætuefni
40gr 10% sýrður rjómi bætt útí
Þetta sett ofan á búðinginn

ÉG ER AÐ SPRINGA OG ER ENN EKKI AÐ FATTA AÐ ÉG GRENNIST Á ÞESSU - BÍÐ FREKAR EFTIR 1KG PLÚS AÐ VIKU LIÐINNI.

Á morgun:
30gr cheerios, 150 gr fjörmjólk, 30 gr brauð 1/2 banani, 15 gr sulta
Hádegi
2 egg, 30 gr brauð, 300 gr grænmeti
Kvöld
140 gr bleikja, 100 gr kartöflur, 400 gr grænmeti, 15 gr majó, 150 gr jarðaber 225 gr létt AB

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home