léttfimmtug

fimmtudagur, október 13, 2005

Ákvað að prufa DDV

Jæja, með tilliti til allra þeirra sem hafa að vera ná stórkostlegum árangri hef ég ákveðið að stíga niður af eigin stalli og fara að vigta og mæla skv. því matarplani.

Morgun
30 gr brauð
6 gr sykurlaus sulta
1 epli (sem ég gleymdi)

Hádegi
30 gr brauð
15 gr majo
1 egg
300 gr grænmeti (hrátt)
75 gr skyr - með 6 gr sultu

1 epli í millibita

Kvöld
120 gr kjöt
300 grænmeti
100 gr kartöflur

Kvöldbiti
325 gr AB mjólk
2 ávextir t.d. epli (steikt m. Hermesetas sætu)

Er þetta rétt þið sérfræðingar.

Má borða rófur og gulrætur.

3 Comments:

  • Hæ og velkomin í DDV. Ég er viss um að þér muni ganga vel á þessu fæði, enda alvön því að vigta ofan í þig.
    Ég veit að þú mátt borða gulrætur og rófur (sem betur fer eiginlega) og mér líst mjög vel á daginn hjá þér.
    Svo mæli ég með því að prófa sig áfram í gómsætum ávaxta/mjólkur eftirréttum. Það er yndislegt eins og Sía er búin að vera gera og ég er að prufa núna.

    Hlakka til að vera samferða þér á DDV :o)

    By Blogger Hildur, at 13. október 2005 kl. 10:43  

  • Hæ svakalega líst mér vel á þig núna :) Fyrstu dagarnir á DDV eru kannski svolítið flóknir en þetta kemst fljótt í vana.

    Í morgunmat áttu að borða líka til viðbótar við það sem þú borðaðir annað hvort 30 g morgunkorn, 1 egg, 70 g léttan ost 16%-, 25 g feitan ost 17%. Blár skyr.is drykkur flokkast sem magur ostur og þá mátt þú borða 1/2 í morgunmat og heila í hádegismat og þá er það sem magur ostur :)

    100 g karöflur koma í staðinn fyrir einn ávöxt þannig að þú hefðir átt að borða þá þrjá ávexti yfir daginn í staðinn fyrir fjóra. Svo þarftu að fá þér einn ávöxt á dag eitthvað af eftirtöldu: appelsínur, greip, jarðarber, kíwí, mangó, melóna eða papaya (mátt líka fá þér appelsínu- og greipsafa en víst bara á morgnana í staðinn fyrir ávöxt)

    Það vantar svo fituskammtinn þinn... eða amk taldir þú hann ekki upp :) Svo vantar aðeins upp á mjólkurskammtinn þinn... ef þú fékkst þér létt ab-mjólk... en hún ætti að vera 4 dl... en ef þetta var venjuleg þá 2 og 1/2 dl :)

    Gulætur máttu borða innan þess grænmetis sem þú átt að borða á hverjum degi. Rófur máttu líka borða... en þær flokkast sem takmarkað grænmeti og það má bara borða 125 g af því á dag... laukur er líka undir takmarkað grænmeti.

    Svo myndi ég ekki reyna að borða grænmetið hrátt á hverjum degi... en þú þekkir það svo sem sjálf :)

    Vonandi fælir þetta þig ekki frá... þetta virkar svolítið flókið fyrst en svo bara les maður aftur og aftur yfir bæklinginn og þá bara fer þetta að síast inn ;) Endilega spurðu bara ef þú ert eitthvað að vandræðast með þetta :)

    Gangi þér vel skvísa :)

    By Blogger lalala, at 13. október 2005 kl. 19:02  

  • Já flott hjá þér að skella þér í DDV, held að það muni henta þér vel :) Gangi þér vel skutla :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 14. október 2005 kl. 09:43  

Skrifa ummæli

<< Home