léttfimmtug

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég er súkkulaðistelpa DDV 8

Stalst aftur á vigtina í morgun og voru öll aukagrömmin farin þannig að ég er sátt og veit að maður á ekki að vera að hoppa þetta daglega. Ég kem inn með tölu næsta mánudag þar sem vikuplanið mitt byrjar á mánudegi ... hef orðið í áranna rás skema kerling.

Sit hér og gæði mér á súkkulaðibúðing: 1msk kakó, 1 tsk oedker 1 tsk kartöflumjöl (3xtra) - sauð þetta í vatni og hræði síðan saman 250 gr AB létt og setti sætuefni útí. Skellti inní frysti til að kæla niður meðan ég steikti epli og stráði kanil og sætuefni útí bætti svo við 15gr smjörva - þetta dugði til að róa súkkulaðigrísinn.

Var að selja íbúðina mína í dag (kauptilboð) og er sjálf búin að kaupa, svo ég vona að einhver sem ég þekki gefi mér "ísvél" í innflutningsgjöf svo ég geti búið til þennan ís sem allir eru að tala um. En kannski er nóg um allskyns vélar í eldhúsáhaldakirkjugarðinum mínum hér heima, alltof mörg tól og tæki sem svo aldrei eru notuð.

Ég er sátt á DDV og mér finnst ég vera að komast út úr því að hugsa um mat allan daginn, ég borða mínar máltíðir og á svo líf á milli mála.

Morgun
30 gr brauð 15 gr sulta 1/2 banani 30 gr cheerios 150 gr fjörmjólk
Hádegi
80 gr sardínur 300 gr grænmeti 30 gr brauð - 1 appelsína
Kvöld
120 gr kjúklingur 400 gr grænmeti 75 gr hýðishrísgrjón 15 gr fita 1 epli 250 gr létt AB

1 Comments:

  • Dugleg súkkulaðistelpa. Fékk bara vatn í munninn að lesa þetta. Er sammála því að á milli mála hugsar maður ekki eins mikið um hvað manni langar í, því maður er of saddur til þess ;o)

    By Blogger Hildur, at 20. október 2005 kl. 07:47  

Skrifa ummæli

<< Home