léttfimmtug

fimmtudagur, október 20, 2005

Kvöldið erfitt DDV 9

Kvöldið var erfitt og laumaðist extra inn fyrir mínar varir ... marga daga er maður sterkur og svo kemur eitt kvöld þegar varnirnar eru veikar og þá fer maður í gamla vanann sinn. Ég ætla ekki að hýða mig fyrir þetta heldur halda bara áfram eins og ég hef verið að gera að undanförnu, vigta og mæla matinn minn og borða það sem ég skrifa.

Dásamlegt að vera þetta mannleg að hrasa um steina sem ég sé ekki - ég er nefninlega þessi blinda ofátskona sem sé eða vill ekki sjá þegar fíknin er skynseminni yfirsterkari... en þetta er meðlætið sem ég fékk með kostunum inn í þennan heim og ég verð bara að lifa með því eins og vörtunum á milli brjósta mér sem stækka í sífellu.

Morgun
30 gr brauð
1 egg
1 epli

Hádeig
1 egg
40 gr pylsur
300 gr grænmeti
30 gr brauð

1 appelsína

Kvöld
120 gr kjúklingur
300 gr grænmeti
15 gr fita

400 gr ab létt
1 epli

Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home