léttfimmtug

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Dagur 64

Já, ég er komin í gamla farið, vigta og mæli mínar þrjár máltíðir og ekkert á milli mála.

Þessi lífsstíll á við mig og mér líður óskaplega vel. Léttist um 3.3kg síðasta mánuð og upplifi mig aftur hressa og káta. Skil ekkert í því að hafa sleppt hendinni af sjálfri mér á síðasta ári og leyft mér að vera þræll átfíkninnar. Fíklar hafa stundum víst ekkert val, það er víst.

Ég á 13kg í kjörþyngd og ætla mér sex mánuði í það. Ég er ekki í megrun, ég hef breytt um lífsstíl einn dag í einu og ég er ekki í feitu æðruleysi eins og ég hef verið síðasta ár.

Mér líður ekki vel þegar ég er feit, sjálfsálitið er í molum, ég kemst ekki í nein föt og ég er ekki falleg íturvaxin - í ofþyngd er ég með of háan blóðþrýsting, meltingarvandamál, þunglynd og önug og annað í þeim dúr.

Mér er sama þótt ég sé félagslegt "frík" - þó svo ég fitti ekki inní samfélagslega átveislu, ég stend með sjálfri mér og tek háðung annarra með bros á vör. Ég ein er ábyrg fyrir minni eigin líðan og hef oftast val um hvar ég er stödd tilfinningalega þ.e.a.s meðan himin og jörð hrynja ekki yfir mig.

Jepps, ég er sátt í dag ;-)

2 Comments:

  • Frábært að það skuli ganga svona vel hjá þér! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9. ágúst 2006 kl. 19:55  

  • Það er alltaf svo rosalega gott að lesa pælingarnar þínar elsku vinkona. Fær mann til að breyta aðeins hugsuninni ;) Til hamingju með hvað þér gengur vel. Ég ætla líka að láta þetta ganga vel hjá mér núna ;)

    By Blogger Lilja, at 10. ágúst 2006 kl. 11:39  

Skrifa ummæli

<< Home