léttfimmtug

mánudagur, mars 13, 2006

Ég er enn á lífi

Ég er enn á lífi og er þessa stundina ekki í "hömlulausu" áti. Fór útaf sporinu og átti erfitt með að höndla hitt og þetta matarlega séð og át eins og svín. Það sannast að auðveldara er að halda sér í fráhaldi en að komast í fráhald aftur.

Nú er ég búin að halda mér á mottunni í níu daga og eru síðustu tveir dagar þeir auðveldustu, en hausinn á mér er búinn að vera mjög upptekinn af mat, mat, mat, súkkulaði og súkkulaði.

Ég komst í kjörþyngd og hélt að ég myndi ráða við að borða eins og hver önnur manneskja sem aldrei hefur átt við þyngdarvandamál eða át að stríða og fór að borða sem slík - það endaði með ósköpum... og er ég aftur orðin vel búttuð og engin föt til í skápnum mínum.

Ég hef ekki viljað skrá hér mína niðurför þar sem maður á alltaf erfiðara með að viðkurkenna ósigur heldur en sigur... en ég hef tapað orrustu núna en ekki stríði.

Ég get bara gert þetta einn dag í einu og verð að sætta mig við að geta aldrei borðað eins og venjuleg manneskja - ég er hömlulaus þegar að áti kemur.

3 Comments:

  • Æðislegt að þú ert komin í fráhald aftur, ég veit að þú getur þetta. Baráttukveðja Elín hömlulaus ofæta. ´

    By Anonymous Nafnlaus, at 16. mars 2006 kl. 22:54  

  • Gott að heyra frá þér aftur. Gangi þér vel í baráttunni, því þetta er svo sannarlega barátta fyrir lífstíð.

    Kveðja Lotta

    By Anonymous Nafnlaus, at 18. mars 2006 kl. 10:32  

  • Mér finnst þú góð að viðurkenna að þú eigir við vandamál að stríða. Það er stórt skref í rétta átt.

    Ég vona að þú hafir tíma og getu til að hittast á kaffihúsi á þriðjudegi í næstu viku, þann 28.mars. Sendu mér email ef þú getur á hildajona@hotmail.com Mig langar svo að hitta þig og sjá skvísuna :) og fá eitt knús

    By Blogger Hildur, at 20. mars 2006 kl. 20:17  

Skrifa ummæli

<< Home