léttfimmtug

sunnudagur, janúar 15, 2006

Dagur 20

Mér er að ganga mjög vel og er ákaflega sátt við hvernig mitt "matarlíf" er þessa dagana. Skrokkurinn er eitthvað að léttast og ég er aftur komin í buxur sem voru orðnar alltof þröngar.

Mér líður vel andlega, en er þó pirruð að smiðurinn sem á að vera setja upp nýja eldhúsið hjá mér svíkur mig hvað eftir annað, en það gefur mér ekki afsökun að borða yfir pirring og reiði. Ég reyni bara að skilja að eitthvað liggi að baki hjá smiðnum að hann komi ekki og skrökvi að mér - skrítið hvað fullorðið fólk getur skrökvað, komið sér undan og kennt öðrum um! Skyldi ég falla inn í þann hóp? Já! á stundum held ég. Stundum er ég með StrútsHeilkennið, stinga höfðinu í sandinn og vilja ekkert sjá og halda að aðrir sjái mig ekki afþví hausinn er fastur í sandinum.

Ég býst fastlega við að þurfa að vera á verði gagnvart mér og minni matarþráhyggju þar sem eftir er af mínu jarðneska lífi, en það er líka allt í lagi. Ég kippi mér ekki upp við að þurfa að taka blóðþrýstinglyf og lyf við vefjagigt það sem eftir er. Það góða við að vera á heilbrigðu fæði, er að vafalaust mun ég losna við stóran hluta af lyfjunum ef og þegar ég kemst í kjörþyng með réttu mataræði og eðlilegri hreyfinu.

6 Comments:

  • Já það er ótrúlegt hvernig við mannfólkið getum stundum hagað okkur. Hef ekki hitt neinn sem er algjör undantekning. Eða hvað!!!

    Annars langaði mér að segja þér hvað ég er stolt af þér. Gangi þér áfram vel

    By Blogger Hildur, at 16. janúar 2006 kl. 09:51  

  • Frábært að sjá hvað þú ert komin í gírinn aftur skvís :o) Gangi þér sem allra best og ég vona að eldhúsið fari nú að klárast hjá þér ;o) Kv. Hafdís einnig á uppleið (en á niðurleið í vikt)

    By Anonymous Nafnlaus, at 16. janúar 2006 kl. 10:59  

  • Frábært að heyra hvað þér gengur vel. Og já, þetta er eilífðar barátta... ja, eða allavegana þarf maður að vera með hugan við þetta það sem eftir er ;)

    By Blogger Lilja, at 16. janúar 2006 kl. 15:07  

  • Þú stendur þig svakalega vel krútta og þetta er barátta við vitum það!

    By Anonymous Nafnlaus, at 16. janúar 2006 kl. 19:20  

  • Frábært hvað þér hefur gengið vel, og baráttan heldur áfram, hvað sem innréttingunni líður, ekki satt??
    Gangi þér vel,
    Kv Krúsla

    By Anonymous Nafnlaus, at 17. janúar 2006 kl. 10:41  

  • já ég er sko sammála því hvað sumt fólk getur verið mikir ligarar, og að geta ekki stólað á það, það er ferlegt. En gott að sja að þú ert kominn í rétta gírinn aftur :o) til hamingju með það kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 17. janúar 2006 kl. 11:47  

Skrifa ummæli

<< Home