léttfimmtug

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Laumast enn

Enn laumast ég þetta á DDV og er fimmti dagurinn í dag. Ég tek þetta upp á grammið og fer ekki út úr húsi án þess að vera búin að planleggja næstu máltíð.

Skrýtin þessi matarþrjáhyggja !!! Ég er ekki alveg að skilja hana, enda kannski mér ekki ætlað að skilja. Maður er eins og maður er!.. og stundum verður maður hreinlega að beygja sig undir að utanaðkomandi aga verður að beita.... þess vegna hentar mér að hafa ramma utanum mitt matarplan einn dag í einu.

Ég hlakka samt til þegar fötin fara að sitja aðeins lausar og þegar ég get aftur tekið fram nýju fötin sem hafa aðeins verið notuð í nokkrar vikur.

Býst líka við að ég verði jafnlengi að ná af mér skemmdunum og þau komu á.

3 Comments:

  • Gott að það gengur vel! Gangi þér sem allra best! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6. apríl 2006 kl. 12:14  

  • Haltu bara áfram að laumast, ég fylgist með þér :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7. apríl 2006 kl. 11:01  

  • Gaman að heyra að þér gengur vel. Ég skil þig vel að hlakka til að fötin fari að passa betur og ég skil þig líka rosalega vel að vilja hafa fullkomna stjórn á matarvenjum og hafa verkfæri til að stjórna (vigtina)...

    Knús frá Hildi í Árósum

    By Anonymous Nafnlaus, at 8. apríl 2006 kl. 16:07  

Skrifa ummæli

<< Home