léttfimmtug

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Laumufarþegi á DDV

Ég er búin að vera að pukrast á DDV síðan á sunnudag og hefur allt gengið skv. plani. Minnug þess að í lok árs 2003 þegar ég skráði mig sem gildan lim í DDV og sá sjáanlegi árangur á mörgum þeim kunningjakonum mínum sem hafa misst tugi kílóa á DDV, þá ákvað ég að gefa þessu sjens einn dag í einu.

Mér fellur þetta ágætlega og finnst grænmetið ekki of mikið það sem ég hef haft reynsluna í sautján mánuði að borða ca. 1kg af grænmeti í dag.

Ég ætla ekki að skrá þyngd mína og ætla ekki að svo stöddu að fara á vigtina læt fötin ráða ferð og þegar ég hef náð hugrekki að stíga á vigtina, þá verðið þið fyrstar að vita tölu - en daman er komin úr 61.5kg í "vafalaust" 75kg ef ekki meir... Já, þyngdin kemur fljótt á aftur ef maður passar sig ekki.

Ég hef fitnað á of miklum mat. Allt að þrjú súkkulaðistykki á dag fyrir utan reglulegar máltíðar og snarl þar á milli - svo ég er ekki hissa á þyngdaraukningunni.

Nú vil ég ekki lengur ferðast í feitum líkama því sjálfsálitið hefur dalað og ég finn vanmátt þegar ég ætla að fara á meðal fólks... og ég ræð för að sinni þ.e. ét ég þar til ég dey eða vil ég lifa heilbrigðu lífi fram að þeim tíma sem sál mín ákveður að ferðast eitthvað annað.

Í dag hef ég borðað:
30 gr cheerios
1/2 banani
1 brauðsn.
100gr fjörmjólk

1 egg
1 pylsa
1 brauðsn
400 gr grænmeti
1 tsk fita

Kvöldmaturinn verður
50 gr kjúklingur
70 gr nýrnabaunir
500 gr grænmeti
75 gr hrísgrjón
1 tsk fita

200 gr AB
150 gr jarðaber

Ég held að þetta sé nokkuð góður DDV dagur.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home