léttfimmtug

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Dagur 15

Þriðja vika byrjuð og allt lofar góðu. Hugarfarið á réttum stað og vilji um heilbrigði er settur í forgang. Einn dag í einu tifa ég þetta áfram minnug þess að megrun, átak eða skyndilausnir hafa aldrei haldið mér grannri.

Breyttur lífsstíll, breytt hugarfar er það sem skiptir máli hjá mér. Tímabundið þá hef ég sett til hliðar hvað ég er þung, hversu mikið ég þarf að losna við og hversu fljótt. Ég er líka ekki það ofurþung núna að þurfi að hafa áhyggjur, ég náði að stoppa áður en ég var búin að bæta á mig öllum þeim 29 kílóum sem voru horfin.

Þetta gengur semsagt vel og ég er á þessu líka fína skýi sem ber mig áfram.

6 Comments:

  • Æðislegt hjá þér. Ég dáist af þér. Það er gott að taka bara einn dag í einu :)

    By Blogger Hildur, at 10. janúar 2006 kl. 09:43  

  • Þetta er gott hjá þér, ég er viss um að þér gengur vel í framtíðinni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10. janúar 2006 kl. 14:40  

  • gott hjá þer... gangi þér vel ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10. janúar 2006 kl. 15:10  

  • Ég er í svo svipuðum hugsanagangi. Er minnst að hugsa um hvað ég er þung, legg bara áherslu á að halda mér á góðu róli með mataræðið mitt og hreyfinguna ;)

    By Blogger Lilja, at 10. janúar 2006 kl. 22:15  

  • Um að gera að taka bara einn dag í einu. Þú stendur þig vel dúlla..og gott að þú tókst á málunum áður en öll kílóin komu til baka - það er sigur!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. janúar 2006 kl. 10:13  

  • Mér finnst þetta bara frábært hjá þér og að stopa þig af áður en vandinn verður of mikill, sínir þinn sjálfsaga og sjálfsvilja

    gangi þér áfram vel kveðja smuga

    By Anonymous Nafnlaus, at 13. janúar 2006 kl. 11:29  

Skrifa ummæli

<< Home