Pukur á annari viku
Þá er ég á degi tvö á annari viku sem laumufarþegi á DDV.
Gærdagurinn var púkadansadagur eins og SúperS segir og hömuðust þeir á öxlinni á mér allverulega á tímabilinu 16:00 - 18:00 og er ég ekki frá því að vera smá axlarskökk í dag. Þarna sannast að hausinn er meira vandamál en maginn, því ég er að sjálfsögðu ekki svöng á öllum þessum mat sem ég innibyrði. Nei! það er hausinn, fíkninn eða hvað svo sem það er sem segir manni að kafa ofan í sælgætispoka, cheeriospakkann eða það sem er þráhyggja þann og þann daginn.
Samt komst ég þó þokkalega í gegnum þetta þó hnefinn væri kominn vel niður á botn í cheeriosinu.. maður dró hann "hnefann" bara til baka og lokaði kokinu og sneri sér að öðrum málefnum þ.e. vatninu.
Í dag er ég klædd í tígrísdýra jakka í no. Medium - hann situr dálítið þétt á mér en er ekki þröngur - þetta er jakki úr ZikZak og þá veit ég ekki "málskalann " hjá þeim - þið vitið Suður-Evrópsk númer eru alltaf minni en þau Norður-Evrópsku.
Nú er ég með fullan maga eftir morgunmatinn.
1 brauðsn. 8 gr sulta og 25 gr ostur ásamt 100 gr fjörmjólk -
Hádegismaturinn eru 40 gr eðalskinka, 80 gr skyr og grænmeti 300 gr.
Í kvöld verður það svo 170 gr fiskur, 100 gr kartöflur og 400-500 gr grænmeti
Kv.
Laumufarþeginn
4 Comments:
Hæ Skvísa
Veit alveg að þú leikur þér að þessu það er svo mikill kraftur í þér. Vildi að ég væri svona dugleg.
katrín E.
By
Nafnlaus, at 10. apríl 2006 kl. 18:01
Tígríswoman bítur nú auðvelda púka og annan, sérstaklega einhverja auma ceriospúka ;) Flott hjá þér :)
By
Nafnlaus, at 11. apríl 2006 kl. 13:34
OH hvað ég er stolt af þér...
langar líka að segja gleðilega páska dúllan mín :)
kv. Hildur
By
Hildur, at 11. apríl 2006 kl. 16:53
Þú stendur þig vel ;) Ég vona að ég standi mig vel núna, langar óskaplega að komast aftur í kringum 70 kílóin og passa í fötin mín.
By
Lilja, at 29. apríl 2006 kl. 19:46
Skrifa ummæli
<< Home