léttfimmtug

þriðjudagur, mars 21, 2006

Vika 3

Þá er ég komin á viku þrjú í fráhaldi og er eina ferðina enn í fínum málum. Ætla ekki að segja þar til næsta fall byrjar... ;-)
Allt í einu pats búmm uppljómaðist fyrir mér að ég þarf ekki að háma í mig mat, ég þarf ekki að vera stöðugt að hugsa um mat, ég get lifað venjulegu lífi og haldið mig á mottunni hvað varðar hömluleysi.
Ég er líka að springa því ég borða svo mikið - blanda saman DDV og GS mataræði þ.e. leyfi mér fleiri kolvetni (brauð, hrísgrjón, pasta) en þegar ég var á GS matarplaninu. Núna vekja þessi kolvetni ekki fíkn með mér.
Ég fer ekki á vigtina því ég vil ekki vita hvað ég hef þyngst mikið síðan í júlí sl. en ég gæti trúað að það væru á milli 10-15kg, HALLELJUJA .... fljótt að koma á og seint að fara af.
Semsagt í dag er ég ánægð.

3 Comments:

  • Hæ hæ og gott hvað þér gengur vel, mér líst vel á að vera ekki eingöngu á
























    Hæ hæ og gott hvað þér gengur vel, sniðugt hjá þér að blanda saman GS og DDV það er miklu fjölhæfara fæði en GS eitt og sér.Gangi þér vel áfram.Kveðja Elín.

    By Anonymous Nafnlaus, at 21. mars 2006 kl. 18:23  

  • Sniðugt hjá þér að blanda þessu saman, nota það besta úr báðum prógrömmum.
    Gangi þér rosalega vel áfram
    Kveðja Íris ;))

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. mars 2006 kl. 21:13  

  • Gott að þér gengur svona vel :) Um að gera að finna sér matarplan sem virkar fyrir mann og manni líður vel á. Poj poj

    -Lotta

    By Anonymous Nafnlaus, at 30. mars 2006 kl. 21:52  

Skrifa ummæli

<< Home