léttfimmtug

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Dagur 68

Mikið er nú gaman að vera til stundum. Það skiptir engu máli þótt maður sé með einstaka verk í hnéi eða vöðvum. Gleðin yfir að vera hreyfanleg og engum öðrum háð! Ah, maður er jú auðvitað háður meðferðarfólki sínu þ.e. maka, börnum, barnabörnum, vinum, vinnu og öllu öðrum athöfnum sem gera mann að "human being" .....

Ég er nýbúin að ryksjúga heimilið með tilheyrandi svitaköstum. Ókeypis heilsurækt sem brennur upp þokkalegum hitaeiningum. Á eftir á svo að "browsa" hraunið rétt hjá Álverinu í Hafnarfirði, skoða rústir forvera minna og þá eyðilegginu sem "painti ball" menn skilja eftir sig. Hún er nú nokk skrítin þessi árátta að vilja skjóta og meiða menn og aðra.

Talandi um að meiða, hver meiðir sig mest nema maður sjálfur með óhollustu og vondum lífsstíl. Las í morgun í Fréttablaðinu grein eftir bandarískan alþingismann og lækni um það að óhollt mataræði myndi ganga af mannkyninu dauðu. Kannast ég við þetta? Að sjálfsögðu! Sjálf oftar en einu sinni búin að hálfdrepa mig á áti og ælum og öllum þeim kvillum sem átinu fylgja...

Nú er ég enn og aftur komin í fráhald og er full af orku. Mín ríkur á ekki of há fjöll (enda sjálf frekar lágvaxin) ræðst með ótrúlegu sprikli á sundbrautir höfuðborgasvæðisins, ríf af mér óhreinindi í gufuböðum og læt kalda gjóluna leika um hörund mitt þannig að það skreppur saman af gæsahúð.

Hvernig í ósköpunum datt mér í hug um mitt síðastliðin ár að kasta frá mér þessari yndislegu líðan og kraftir þegar ég er ekki að borða yfir mig. Hvernig stóð á því að ég valdi að éta á mig tuttugu kíló og að steypa mér aftur niður í ómögulega líðan bæði andlega og líkamlega? Ég veit það ekki, kannski er ég bara mannleg eins og allar hinar milljónir manna sem láta fljóta með straumnum og éta það sem á borð er fyrir mig sett af fæðueitri matarframleiðenda.

Bara mínar hugsanir í dag á sextugasta og áttunda degi í fráhaldi.

3 Comments:

  • Hef líka velt þessu sama fyrir mér, hvernig stóð á því að ég valdi áð éta á mig öll þessi kíló aftur, eins og mér leið vel með sjálfa mig orðin grönn og flott. Þetta er bara einhver fíkn sem maður þarf alltaf að vera á verði gagnvart.

    Gott að sjá hvað þér gengur vel, mér gengur líka vel núna ;)

    By Blogger Lilja, at 13. ágúst 2006 kl. 18:02  

  • Vá hvað ég skil ykkur báðar, því ég gerði þetta líka, það er eitthvað sem vantar hjá manni, það er að segja að kunna halda þyngdinni. vonandi er þetta eitthvað sem lærist og vonandi sem fyrst! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 14. ágúst 2006 kl. 23:04  

  • Já, ég las líka þessa grein í Fréttablaðinu um Steven Komadini af miklum áhuga. Ég held hann hafi svo rétt fyrir sér, því miður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 21. ágúst 2006 kl. 08:36  

Skrifa ummæli

<< Home