léttfimmtug

sunnudagur, september 10, 2006

Dagur 96 -

Þrátt fyrir bloggleysi þá er allt að ganga mjög vel. Auðvitað er það á köflum "pirrandi" að vera á skjön við það sem telst vera "eðlilegt" í matarmálum. Þetta að vera ætíð með nesti þegar maður fer á mannamót til þess að vera innan þeirrar línu sem maður hefur sett sér hvað varðar lífstílinn. Sem betur fer eru margir og eiginlega flestir hlynntir því sem ég er að gera, sérstaklega eftir að ég tók mér svokallað frí í eitt ár og þyngdist um 20kg.

Léttingur í síðasta mánuði var eðlilegur, ca. 200gr á viku og er ég orðin 76.8 kg hér heima. Vigtaði mig að vísu í sundlauginni mánuðinum þar áður þannig að ég veit ekki hvað er réttur léttingur.

Mér líður ágætlega, sulla þetta við að klára íslensku 503 og er ævinlega í frestunaráráttunni þar sem ég held enn að ég þurfi ekki að lesa eða leysa verkefni fyrr en á síðustu stundu. Það kemur í ljós hvernig mér farnast í desember.

Á morgun er spennandi dagur í lífi mínu og kemur það í ljós í lok vikunnar eða þeirrar næstu á eftir hvernig málin þróast, gæti haft veruleg áhrif á lífshlaup mitt og ákvarðanatöku um hvert skal haldið næstu árin ... læt ekki meira upp um þessi mál, en það er djöfull búinn að vera á eftir mér síðustu þrjú árin.

Var á skemmtilegu násmkeiði í gær þar sem kennd var tilfinningalosun. Ég sem alltaf hef haft frekar mikla fordóma gagnvart stjórnaðri losun náði að leysa úr hömlum án þess að nokkur manneskja kæmi þar við sögu, reiði, pirring og sársauka. Nú bara bíð ég hvort þetta sé varanlegt eða hvort um blekkingar sé að ræða.

Mitt móttó: Maður er aldrei of gamall til að reyna eitthvað nýtt.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home