léttfimmtug

föstudagur, október 20, 2006

Dagur 135

Er í feikna góðum málum og líður alveg ótrúlega vel. Sátt, sátt, sátt við mig, menn og æðri mátt. Maður á sjálfstæðan vilja og ég hef fengið að reyna það á sjálfri mér að ég ræð för að mestu leiti hvað varðar mitt eigið heilbrigði og lífsstíl.

Það hafa fullt af aðstæðum hent mig sem ég réði ekki við, en það hafa líka aðstæður hent mig þar sem ég kaus að lifa í eymd og volæði. Ég harma samt ekkert því ég hef val um hvar ég stend í dag.

Í dag er ég í heilbrigðu holdafari, lít vel út og er heilsuhraust. Ég vona að mér beri í þetta skipti gæfa til að halda ekki að ég geti borðað hömlulaust án þess að þyngjast. Er búin að fara marga hringi í megrun, fitna, megrun, fitna und so videre -

Svo þann 30. okt þá!!! Fer ég í brjóstaminnkun, ekki til léttingur næsta mánaðar veðri meiri ;-) Neihei. Ég er búin að skoða þetta fram og til baka í 1.5 ár og niðurstaðan er þessi, brjóstin fá að fjúka. Annars, þá eru þau óþægilega stór og valda mér vandamálum í hálsi, hnakka og herðum og er þetta leið til að bæta lífsgæði mín.

Ég fer úr DD (er 158cm á hæð) í C skál og fer tæpt kíló af mér að framanverðu. Ég fæ ör, ég gæti fengið mjög ljót brjóst, ég gæti misst geirvörtur, ég gæti misst tilfinningu í geirvörtunni. Ég gæti dáið í svæfingunni, samt kýs ég þessa aðgerð.

3 Comments:

  • vá hvað þú ert dugleg:) til hamingju með það::: gangi þérvel áfram....

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. október 2006 kl. 20:53  

  • Vá þú ert algjört æði, mikið skil ég þig vel með brjóstaminnkunina, gangi þér rosalega vel! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 24. október 2006 kl. 07:32  

  • Gangi þér súper vel í aðgerðinni. Ég fór í svona í okt 2003 eftir að hafa velt þessu fyrir mér í rúm 10 ár. Og þvílíkur munur! Þetta er bara gjörsamlega nýtt líf! Reyndar fóru rúm 2,5kg í mínu tilfelli... rúmt kg af hvoru.
    Ég var reyndar óheppin og fékk sýkingu og vesen en sé samt ekkert eftir þessu. Ég er lifandi ennþá :)

    Kv Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 26. október 2006 kl. 15:38  

Skrifa ummæli

<< Home