léttfimmtug

þriðjudagur, júní 15, 2004

150 - bráðum 5 mánuðir

Á föstudaginn verða 5 heilir mánuðir síðan ég byrjaði í mínu fráhaldi - þá er líka vigtunardagur.
Ég svaf varla í nótt vegna harðsperra :-) dásamlegir verkir sem bera keim af árangri.
Fékk mér sojapönnuköku í morgunmat ásamt vanillu skyri og bláberjum. Í hádeginu ætla ég að fá mér blómkál, brokkál, lauk og hakk í karrýsósu - ásamt hráu grænmeti - í kvöld svínalærisneiðar í ofni og grænmeti - namm namm

3 Comments:

  • Hæ sæta! Núna er mig bara farið að langa sjá mynd af konunni sem er að hverfa!!! Þú ert búin að standa þig rosalega vel í þínu fráhaldi og mátt sko vera meira en ánægð með þig. Hlakka til að heyra nýjustu tölur þegar þú ferð á vigtina, ekki það að hún skipti mestu máli þá heldur hún manni við efnið.

    By Blogger Hildur, at 15. júní 2004 kl. 12:02  

  • Langaði bara að segja þér að ég fylgist reglulega með þér og mér finnst þú standa þig ekkert smá vel. Haltu áfram á sömu braut því þú ert mér sönn hvattning.

    By Blogger Ólöf María, at 15. júní 2004 kl. 14:34  

  • Hlakka til að sjá tölur :D Þú ert ekkert smá dugleg.

    By Blogger Lilja, at 15. júní 2004 kl. 21:18  

Skrifa ummæli

<< Home