léttfimmtug

laugardagur, júní 26, 2004

161 - rok rok rok

Það getur verið svo gaman í rokinu. Það er eins og rokið blási burtu öllu sem er að angra mann og eftir stendur maður dáltítið veðurbarinn í fjallshlíð ánægður með að hafa ekki tekið þátt í grill sukkeríi hjá starfsmannafélagi eiginmannsins :-) ... enn einn dagurinn í fráhaldi er að kveldi kominn og maginn sáttur við sínar þrjár máltíðir. Fór á GS fund og hitti frábærar kellur sem allar vinna í sinni fíkn, frábært að hafa svona hóp kvenna (þvímiður láta karlanir ekki sjá sig) sem styðja mann í því að ná aftur eðlilegum vexti, betri sýn á afhverju maður er að borða yfir tilfinningar og hvernig hægt sé að lifa án þess að hlaða í sig mat, mat og aftur mat.
Ég fór í stutta göngu eða eigum við að segja tvær stuttar göngur í dag um smá fjallshlíðar. Önnur bara í 10 mínútur og hin í 30 mínútur - mín fyrsta hreyfing síðan á mánudag og fann ég hvað það gerði mér gott - ég nefninlega áttaði mig á því í morgun að herðar og bak voru orðnar stífar af vöðvabólgu og ég komin með smá vott af höfuðverk, en allt þetta lagast við þessa daglegu hreyfingu þar sem maður lætur aðeins reyna á mæðina og kemur hjartslættinum upp.
Ég er farin að bursta húðina því ég heyrði að burstun komi í veg fyrir slappa húð, vil allavega reyna það og komast hjá þeirri útlitsfíkn minni og áráttu að halda að lýtalækningar bæti mig alla - veit af gamalli reynslu þegar ég lét taka svuntuna af mér eftir fæðingu elstu dóttur minna fyrir rúmum 31 ári síðan (en aðgerðin fór fram 1979) að ég var dofin alveg frá lífbeini og langt fyrir ofan nafla í mörg ár á eftir - er enn dofin í kringum nafla ... smá slit er þó skárra heldur en flennistór ör held ég - annars á ég ekkert að vera að pæla í svona hlutum núna - bíða frekar í eitt ár eftir að kjörþyngd er náð og ef ég vil þá láta hysja mig upp og strekkja og á nóg af pening og nægan tíma til að jafna mig - þá hver veit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home