léttfimmtug

mánudagur, júní 21, 2004

156 - sólarmegin framhald

Okei - ég er glaðvakandi og allar frumur leika á alls oddi því hvað er meira orkugefandi en góður göngutúr og fjallganga!!! Dreif mig af stað rétt upp úr klukkan átta eftir að hafa borðar góðan málsverð fullan af hollustu og mikið af honum, Takk Fyrir...
Enn var það Úlfarsfellið en gengið var frá Mosfellsbæ og reyndist sú leið upp að topp ásamt tveimur karlmönnum og labradorhundi um 58 mínútur á toppinn og 50 mínútur niður - geri aðrir betur og ég kerlingin hafði vel við körlunum... þó svo mig gruni að þeir hafi sýnt tillitsemi og dregið úr karlmennsku sinni til stuðnings dömunni sem lallaði þetta móð upp brattar hlíðarna.
Öðrum karlinum var að orði,( en hann sjálfur hafði vegna vaxandi heilsuvandamála tengdri stórri bumbu tekið upp á því að fara að ganga, fyrst stafagöngu með Gauja lita, svo Esjan og aftur Esjan og aftur Esjan og núna Úlfarsfellið :-) sumir og fleiri verða brjálaðir í hreyfingu þegar matur er lagður til hliðar), þegar maður er búinn að keyra sig svona upp fjallið lafmóður þá áttar maður sig allt í einu á því að svefnþörfin er minn, og það er rétt. Maður myndi ætla að verða örþreyttur eftir svona hreyfingu, en nei, orkan er gífurleg og ég nenni hreinlega ekki í bólið - kannski verð ég þreytt og úrill í morgunsárið en það gengur yfir.
Þegar á toppinn var komið var þrammað upp á hæsta topp vörðu sem þar var og sigurópið hljómaði eins langt og eyra heyrði - þvílík gleði, þvílíkt frelsi.. ég var komin upp á topp, nær himninum og stjörnunum - vindurinn var eftirrétturinn minn í kvöld og mig langaði í ekkert nema tært lækjarvatnið sem streymdi óhindrað niður hlíðina.
Þetta eru launin mín sem ég fæ út úr fráhaldinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home