léttfimmtug

fimmtudagur, júní 17, 2004

152 - það er kominn 17. júní

Og enn heldur sigurgangan áfram - í gærkveldi Úlfarsfellið klifið á meiri hraða og hærra upp en í síðustu viku - 20 mínútna hraðari uppganga. Þessu hefði ég aldrei trúað, að ég þessi víðáttufælna kona ætti eftir að ganga á fjöll, meðfram sjónum án þess að finna þessa nagandi óttatilfinningu innra með mér: hver skyldi ástæðan vera fyrir utan margra ára sjálfskoðunnar og innri vinnu??? Jú, ég veit það!!!! Sykur og einföld kolvetni hafa kolruglað öll eðlileg boðefni til heilans sem hafa lýst sér í auknum kvíða, hjartsláttartruflunum, meltingartruflunum og ýmsum vöðvaverkjum... !!! Ég set svo sannarlega samhengi á milli breyttrar matarvenja og hreyfingar - og myndu menn nú ætlað að ég myndi vilja hverfa til fyrri neysluvenja??? ÓNEI!! Allsekki.. þessa tilfinningu sem ég hef í dag vil ég fyrir engan mun vilja missa - ég vil halda áfram að vera það barn sem ég man eftir í einföldu neysluþjóðfélagi fyrir 40 árum síðan - þegar sælgæti, kökur og önnur óhollusta var ekki á boðstólum nema við einstök tækifæri.. en mér líður í dag eins og mér leið þegar ég var sex eða sjö ára gömul.

Ég kúrði fram til klukkan ellefu og fór þá hægt á fætur og bjó mér til sojapönnuköku ásamt soðnum eplum, canderel og kanil og hellti svo upp á rótsterkt kaffi sem ég tók svo með mér inní rúm og sötraði á meðan ég las morgunblöðin. Það er léttskýjað úti og tilvalið til að fara í góða göngu, annaðhvort Heiðmörkina eða Elliðarárdal eða janfvel meðfram sjónum ´... hver veit? ég læt það ráðast eftir því sem líður á daginn.

Ég borða hádegismatinn seint eða um klukkan hálf fjögur og ætla að fá mér hveitikímsbrauð með léttosti og venjulegum osti, tómata gúrku og iceberg salat. Í kvöldmat ætla ég að hafa kjöt og grænmeti í bolognese sósu - bakað í ofni, ásamt hrásalati.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home