léttfimmtug

laugardagur, júní 19, 2004

154 - kvennahlaupið

Þá er maður búinn að fara sitt fyrsta kvennahlaup - betra seint en aldrei.. ég, Fresníus og Sía löppuðum upp á gamla gönguklúbbinn og tóku 5 kílometrana á góðum gönguhraða.
Ég held að ég sé orðin föst í þessum nýja lífsstíl - það sækir nánast aldrei á mig löngun í sætindi eða annan mat sem kemur fíkninni í mér af stað - borðaði góða pönsu með steiktum eplum canderel og kanil og cappucino í stórum bolla en ég notaði 200gr af mjólk af morgunproteininu mínu - nammi namm - þetta er svo næs upp í rúmi með Moggann sinn og önnur helgarblöð.
Í hádeginu eða réttara sagt kl. 14:00 fékk ég mér hveitikímsbrauð, 1 egg, reyktan silung og salat - mjög gott og er ég södd núna.
Svo í kvöld ætla ég að borða áður en ég fer í útskriftarveislu þar sem ég er ekki alveg viss um hvort þar sé matur við hæfi þar og ég nenni ekki að taka vigtina með mér - hef þetta bara nice and easy, borða heima og fæ mér sódavatn og kaffi í veislunni..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home