léttfimmtug

miðvikudagur, júní 23, 2004

158 - hringavitleysa

Þá er þessum hringavitleysudegi lokið - ég flutti að heiman og heim aftur á innan við fimm klukkutímum - vigtaði og mældi allar máltíðir dagsins í dag ásamt morgundeginum ef svo vildi til að ég væri enn snælduóð (því jú fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag) og myndi kannski slysast til að taka bita sem ekki má má!!! - fékk vinkonu mína til að keyra mig til Keflavíkur til að heimsækja aldraða vinkonu mína sem býr yfir mikilli lífsspeki - afþakkaði góðan saltfisk, rófur og kartöflur að íslenskum sið en dró upp minn vigtaða og mælda mat og át hann þar sátt við fráhaldið - tók á móti miklu hrósi frá vinum vegna mikils þyngdartaps :-) síðan svo sótti elskulegur eiginmaður mig og ég er komin heim
- semsagt snælduvitlaus dagur en ekki vikið frá þessari einu reglu að borða ekki það sem ekki má ...
Nú er komin ró aftur í hjartað mitt og ég get tekist á við morgundaginn vitandi það að ég fæ ekki svona fýlukast næstu fimm mánuðina... fékk mér pepsí max til að róa taugarnar en samkvæmt manni mínum og hans sjúkraþjálfara þá auka snefilefni í sykurlausum drykkjum líkurnar á að maður fái Alzheimer - svei mér ef ég gamla rauðhærða spengilega konan sé bara ekki komin með snefil af Alz...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home